Um höfundinn

Arngrímur er háskólakennari og snobbhænsn með nokkuð sérlundaða ástríðu fyrir matargerð. Eldhúsið er eins og vígvöllur eftir hann, en maturinn er yfirleitt góður. Uppskriftirnar sem hér birtast eru einkum til heimabrúks en birtar opinberlega ef ske kynni að einhver hefði áhuga.

Stíllinn er eftir því persónulegur og ófaglegur. Hér verður engin fágun viðhöfð, aðeins blóðheitar tilfinningar fyrir góðum mat.