RSS er einfalt

RSS er leið til þess að fylgjast með uppfærslum á margskonar vefsíðum, s.s. flestum bloggum og fréttasíðum. Ef þú er áskrifandi að hlaðvörpum ertu í raun að nota ákveðna tegund af RSS.

Viðmót RSS er kunnuglegt enda notuðu margir samfélagsmiðlar (s.s. Twitter og Facebook) slík yfirlit sem fyrirmynd. Þarna er listi yfir fréttir og færslur, oftast fyrirsögn og upphafsmálgrein. Það er síðan hægt að smella á hvert atriði fyrir sig til þess að fá ítarlegri upplýsingar.

Hvernig notar fólk RSS (í snjalltæki)?

Ef þú ert í snjalltæki ferðu í forritabúðina þína og notar leitarorðið RSS og velur forrit. Ef þú ert með Android stýrikerfi getur þú prufað Feeder. En það eru ótal forrit í boði og þú getur alltaf prufað eitthvað nýtt.

Í RSS-forritinu getur þú valið að bæta við straumi (add feed) og slegið/límt þar inn vefslóð sem forritið notar til þess að finna strauminn*. Þegar það er búið ertu komin með áskrift og forritið mun reglulega athuga. Þegar eitthvað nýtt birtist færðu nýja færslu í yfirlitið þitt.

* Vefur RÚV er undarleg undantekning á þessu en í staðinn er vefurinn með yfirlit yfir RSS þar sem hægt er að velja mismunandi áskriftir.

Hvers vegna er RSS mikilvægt?

Við megum ekki leyfa samfélagsmiðlum að ákveða hvaða upplýsingar við fáum. Núorðið geta fréttasíður ekki einu sinni deilt tenglum á fréttir sínar án þess að borga fyrir það (í staðinn kemur “hlekkur í athugasemd”). Samfélagsmiðlar vilja bara sýna okkur auglýsingar og þá er ekkert að græða á því að benda okkur á efni utan þeirra.