Um Óla

Ég…

 • heiti Óli Gneisti Sóleyjarson.
 • sé um hlaðvarpið Botninn.
 • sé um hlaðvarpið Stories of Iceland.
 • er einn af eigendum Kistan – Varpfélag slf.
 • er fæddur þann 4. febrúar 1979 á Akureyri.
 • er í sambúð (síðan 1999) með eiginkonu (2018) minni Eygló Traustadóttur.
 • er pabbi Gunnsteins (síðan 17. júlí 2009).
 • er pabbi Ingimars (síðan 8. mars 2013).
 • bý í Bökkunum (síðan 2005).
 • er bókasafns- og upplýsingafræðingur (2006).
 • er með meistaragráðu í þjóðfræði (2009).
 • er með diplómugráðu í opinberri stjórnsýslu (2012).
 • er með meistaragráðu í hagnýtri menningarmiðlun (2012).
 • bjó þrjá mánuði á Írlandi og stundaði nám við University College Cork (2007).
 • gaf út spilin #Kommentakerfið (2015), Látbragð (2016), Hver myndi? (2018) og #Kommentakerfið II (2019)
 • er virkur í margskonar félagsstarfi en hef þó dregið úr því hin seinni ár.
 • stofnaði og sé um Rafbókavefinn (síðan 2011).
 • hef skrifað greinar fyrir ritrýnd fræðirit.
 • hef ritrýnt greinar fyrir fræðirit.
 • reyki ekki.
 • drekk ekki nema í miklum undantekningatilvikum.
 • er Queenaðdáandi.
 • er Týsaðdáandi.
 • hef starfað sem forstöðumaður bókasafns hjá Iðnskólanum í Hafnarfirði og Húsaskóla, bókavörður/bókasafnsfræðingur hjá Borgarbókasafninu, Þjóðarbókhlöðunni og Árnastofnun, filmusafnsvörður, uppvaskari, kennari í Endurmenntun Háskóla Íslands, stundakennari í þjóðfræði við Háskóla Íslands, afgreiðslumaður í Glóey, afgreiðslu- og lagermaður í Rúmfatalagernum (mæli ekki með því), þræll á golfvelli (mæli alls ekki með því), sem lagermaður hjá Aðföngum, í Efnaverksmiðjunni Sjöfn og margt fleira misgáfulegt.