Béchamel (vegan möguleiki)

Íslendingar þekkja þetta sem gamla góða jafninginn en þessi sósa er upprunnin á Ítalíu, nefndist upphaflega salsa colla (límsósa) en heitir nú besciamella. Skýringin á þeirri nafngift er sú að Frakkar eru klókir í að eigna sér alls konar og þessi sósa, almennt kölluð béchamel í höfuðið á gæjanum sem færði Frökkum hana, er nú grundvallarþáttur í franskri matargerð.

Hefðbundið er að gera fyrst smjörbollu en það er óþarfa vesen. Treystið mér. Við blöndum öllu saman í einn teflonpott: smjöri (fyrir vegan: olíu), hveiti og mjólk af þeirri sort sem maður helst kýs. Fyrir vegan útgáfu af sósunni mæli ég hjartanlega með Oatly kaffimjólkinni í gráu fernunum.

Það geta ekki allir verið fabjúlös eins og ég

Stillið á hæsta hita og hrærið stöðugt meðan sósan hitnar og hráefnin blandast. Þannig forðumst við kekki. Hitið þar til rétt áður en sósan hefur náð að þykkna upp að því marki sem ykkur líkar best og fjarlægið af hellunni. Sósan heldur áfram að þykkna meðan hún kólnar og það þarf að hræra í henni áfram við og við á meðan.

Þvínæst er sósan söltuð ögn og pipruð og loks er múskathneta rifin yfir pottinum eftir smekk.

Ef sósan er gerð fyrir lasagne er best að gera hana eftir að bæði ragùið og pastaplöturnar (séu þær heimagerðar) eru tilbúnar. Annars er hætt við að hún verði að leðju í pottinum. Þetta var ekki kallað límsósa fyrir ekki neitt.

Ingredients

Instructions

  1. Blandið öllu saman í pott á háum hita og hrærið stöðugt meðan suðan kemur upp.
  2. Hrærið áfram meðan sósan smáþykknar og bætið við kryddi.

Author: Arngrímur Vídalín

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Gefðu einkunn