Mojito (ketó möguleiki)

Drykkur sem enginn virðist gera rétt að mér finnst. Í mojito verður að vera mikill sykur og það hreinlega verður að vera bitter. Hvort tveggja finnst mér yfirleitt vanta þar sem mojito er afgreiddur á börum hérlendis. Þess utan er þetta óvinsæll drykkur meðal barþjóna því það er svo mikið maus að gera hann, svo ég panta yfirleitt eitthvað annað.

Hér fylgir hefðbundna kúbanska uppskriftin, með nóg af sykri og bitter til að jafna út bragðið. Mojito á nefnilega ekki að vera súr eins og hann vill oft vera á börum. Með réttri aðferð er hægt að jafna út súra bragðið með sætu og sætuna með smá beiskju. Þessi mojito er fullkominn. Þið finnið ekki betri uppskrift svo þið getið hætt að leita.

Varðandi sykurinn: Einhver kann að reka upp stór augu, en staðreyndin er sú að flórsykur blandast strax út í drykkinn og það gerir strásykur einmitt ekki. Þetta er því mojito sem lítið þarf að hræra í meðan hann er blandaður og alls ekkert eftir að hann er tilbúinn.

Ingredients

Instructions

  1. Merjið saman mintuna, limesafann og sykurinn með kokteilstaut í glasi. Ekki tæta mintuna. Þetta er til að losa bragðið úr henni, ekki til að hakka hana.
  2. Bætið við rommi, klaka eftir smekk og hrærið. Hellið sódavatni yfir og tveim slettum af angóstúrubitter. Skreytið með mintugrein.

Author: Arngrímur Vídalín

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Gefðu einkunn