Ég er gríðarlega ánægður með þessa mynd. Til að koma í veg fyrir spurningar um hvað er merkilegt við hana þá bendi ég á að þarna situr Dawkins, langaftast í salnum og horfir á sjálfan sig á tjaldinu. Mjög gaman að ná andlitinu þar.
Mér sýndist reyndar hann aðallega vera að fylgjast með áhorfendum (sem sjást því miður ekki nógu vel á myndinni, það voru allavega hátt í hundrað manns þarna þegar á sýningunni stóð).
Ég endurtek það sem ég sagði í gær. Dawkins er svo indæll maður og svo kammó. Hann hefur áhuga á öllum og hlustar á álit þeirra.
Dawkins í Kastljósinu (hárið hans svoltið eftir sig vegna Bláa Lóns ferðarinnar).