Tómas Guðmundsson

Ég sé ekki þörfina á að reisa minnisvarða um Tómas Guðmundsson til að stilla upp á áberandi stað í Reykjavík. Ástæðan er fjarska einföld.

1. Það er þegar til lagleg brjóstmynd af Tómasi Guðmundssyni. Lengi vel var hún höfð í Austurstræti eins og viðeigandi þótti, eða þar til borgaryfirvöldum þótti nóg um eftir að ítrekuð skemmdarverk höfðu verið framin á henni.

2. Brjóstmyndin stendur nú í anddyri Aðalsafns Borgarbókasafns Reykjavíkur í Tryggvagötu og nafn skáldsins er letrað í boga utan um stöpulinn. Hundruð manns sjá hana dag hvern svo staðsetningin má teljast ansi áberandi.

Fyrir utan þetta er bara svo margt annað sem skiptir meira máli. Hvað á að gera í samgöngumálum borgarinnar til dæmis? Er ekki kominn tími til að gera eitthvað í stað þess að benda á einhverja aðra meirihluta sem eru ekki starfandi lengur? Kannski sleppa því að skipta um meirihluta í hvert sinn sem oddamaður skreppur á salernið?