Ráðgátur og Þúsöld — snilld yngri áranna rifjuð upp

Er fössari? Já, svo sannarlega! Að vísu er ég meiri djammhundur en flestir svo ég kom fyrst heim af skrifstofunni klukkan átta um kvöld. Það er ekki alvöru fössari nema maður vinni fram eftir.

Þessa dagana horfi ég samtímis á X-Files og Millennium, í tilefni af því að nýverið var loksins bundinn endapunktur á fyrrnefnda þáttaröð (kemur í ljós að reykingakallinn er ekki bara pabbi Mulders, heldur er hann líka raunverulegur pabbi sonar Mulders og Scullyar (af ýmsum ástæðum bauð mér við þeim hvörfum í plottinu).

Síðarnefndi þátturinn minnir mig á tvennt: hve nojað sumt fólk var í kringum árþúsundamótin 2000, og það hvað mér þykir þúsöld vera óbærilega ljótt orð. Hvað um það, báðar þáttaraðir gerast í sama veruleika og þegar Millennium var slaufað af einhverjum peningaástæðum neyddist framleiðandinn til að ljúka söguþræði þeirra þátta með sérþætti af X-Files, þar sem Frank Black hittir Mulder og Scully.

Í því ljósi þykir mér skemmtilega klunnalegt að þau skuli hafa valið leikarann Brad Dourif (e.t.v. þekktastur í dag fyrir að leika Grím Ormstungu í Hringadróttinssögu) til að fara með hlutverk stjarnspekinöttarans Dennis Hoffman. Af hverju? Jú, því hann lék morðingjann Luther Lee Boggs í X-Files aðeins þremur árum áður og hefur auðþekkjanlegt andlit. Þegar maður horfir á þættina saman þá verða áhrifin af þessu furðuleg, eins og annar sé tvíburi hins. Sem söguþráðurinn þó útilokar — eða hvað? Dennis Hoffman reynist vera einræktaður bróðir einhverra 20 nákvæmlega eins systra, svo hversu margir skyldu bræðurnir vera?

Enn skemmtilegra er samt kjánagangurinn í X-Files. Í fyrstu seríu leikur kanadíski leikarinn Nicholas Lea einhvern al-amerískan súkkulaðidreng sem verður nærri því bráð bókstaflegs kvendjöfuls, en í annarri seríu mætir hann til leiks sem einn höfuðóvinur Mulders til endaloka tíundu seríu, hinn rússnesk-ameríski samsæriskarl í löggugæru Alex Krycek (sem að lokum fær byssukúlu í ennið öllum til mikillar gleði). Vissulega gat enginn séð fyrir framhaldið og góður leikari á ekki að þurfa að gjalda svona klunnaskapar, en þetta kemur vægast sagt furðulega út.

Ekki að ég kvarti neitt undan þessu. Þetta er bráðskemmtilegt og gefur báðum þáttaröðum óvæntan lit. Hversu margir tvífarar ætli leynist í hinum dularfulla heimi Ráðgátna og Þúsaldar? Kannski ramba ég á fleiri við þetta áhorfsmaraþon.

One thought on “Ráðgátur og Þúsöld — snilld yngri áranna rifjuð upp”

  1. In fact, there are MANY actors who appear in both X-Files and Millennium. IMDB claims it’s almost 500 (https://www.imdb.com/search/name/?roles=tt0106179,tt0115270), which I find hard to believe, but I definitely noted quite a few during our pandemic binge. John Hawkes, Terry O’Quinn, Kristin Clone, Darren McGavin, Sarah Jane Redmond, and of course the great Charles Nelson Reilly are standouts. Some of the contrasting roles are pretty jarring or humorous, as you said. It certainly makes it hard to swallow the idea that these shows exist in the same universe, or perhaps requires some sort of Mandela Effect-like theory to explain it all.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *