Var í Smáralindinni áðan, sitjandi fyrir utan búð að bíða eftir Eygló og mömmu hennar þegar lítil stelpa kemur hlaupandi að foreldrum sínum. Hún sagði þeim að einn starfsmaður Tívolísins hefði lent fyrir „stóra tækinu“ og hefði „næstum því dáið“.
Fyrr í dag fórum við í Byko og keyptum keðju til að hengja upp hjólið hennar Eyglóar sem er nýkomið suður og hjálm svo ég geti farið að hjóla á því (jafnvel Eygló líka).
Fengum okkur Burritos hjá Ömmubakstri sem mér fannst fyndið.