Alltaf að bæta við…

Ég hef tekið og bætt við einu því atriði sem mig hefur alltaf langað til að hafa á síðunni. Það sést hér til vinstri (á aðalsíðunni, ekki síðunni fyrir einstakar færslur) og heitir „Í spilaranum“. Hérna afhjúpa ég þá tónlist sem ég er að hlusta á í WinAMP hverjum tíma. Ég átta mig að vísu að hér er um ákveðna áhættu að ræða því Eygló á það til að spila hræðilega tónlist þegar hún er ein heima.

Tip 1: Ef hræðilegasta tónlist síðasta áratugar (Dr. Allbran, Scooter o.s.frv. ) er í spilaranum þá er Eygló ein heima.

Tip 2: Ef Tom Waits er í spilaranum þá er Óli einn heima.

Fyrst til að komast á þennan lista er tónlistin úr Almost Famous, reyndar hálfgert svindl því það hefur varla verið neitt nema Týr í spilaranum undanfarna viku og þetta þýðir bara tímabundið hlé (Týr verður örugglega í bíltækinu í einhvern tíma í viðbót).