Undanfarið hefur borið mikið á talbloggi sem sumum finnst afskaplega skemmtilegt, ég hef hins vegar aðeins hlustað á eina svona talbloggfærslu (fyrsta talbloggfærslan sem ég veit til að birt hafi verið á www.frettir.com).
Myndablogg getur verið skemmtilegt en þó bara í hófi.
Nú er hins vegar eitt sem vekur raunverulegan áhuga hjá mér, sms-blogg. Már hefur nú verið að senda færslur inn á síðuna sína með sms, það er verulega áhugavert. Ef þetta er eitthvað sem hægt verður að gera almennt í MT þá er spurning hvort ég fari að fjárfesta í síma sem getur sent lengri sms-skeyti og þá með íslenskum stöfum.
Ég veit að fleiri en ég bíða spenntir eftir skýringum og upplýsingum frá Má.