Blogggreinin í Veru

Vera kom loksins á safnið til Eyglóar í dag þannig að nú las ég þessa frægu blogggrein(ar). Hún er ekki jafn slæm og sumir höfðu haldið fram en hún er ekkert merkileg. Kjánalegt að taka eingöngu fyrir blogg kvenna þó þetta sé kvennablað, sérstaklega þar sem bloggumfjöllun hefur að mestu leyti snúist um tvær stelpur. En það er ekki einu sinni talað um mig undir rós, held ég, það var hins vegar talað um Einkamálabloggarann og Bloggara Dauðans á þann hátt að ekki var erfitt að lesa í gegnum það.

Það var hugsanlega áhugaverðasti kafli greinarinnar um hvernig fólk úr sem tilheyrir sömu “klíku” reynir svona að beina þeim sem eru innan klíkunnar á rétta braut ef þeim finnst eitthvað hafa farið yfir strikið. Ég veit að slíkt hefur verið gert við mig, til dæmis þegar ég skrifaði ógnarlanga færslu um hárvöxt minn þá fékk ég nú einhverjar athugasemdir út á það (ég lít á þá færslu sem eina þá bestu sem ég hef skrifað). Ég vona að ég hafi næga ákveðni til að láta slíkt ekki hafa áhrif á mig enda á síðan að vera uppfull af því sem ég vill skrifa um en ekki af því sem ég held að lesendurnir vilji lesa um. Ég hef þó augljóslega skýr mörk um hvað ég skrifa um og hvað ekki. Það er fátt sem ég skrifa ekki um, sjaldan sem ég hugsa að eitthvað fari ekki vel oní einhverja sem eru að lesa þetta því þá maður endar sem ákaflega óeinlægur penni.