Myndrænni færslur

Ég er að íhuga að taka Lesbíuna aftur í gagnið þegar ég verð fluttur í Eggertsgötuna. Þá verð ég líklega kominn með háskólasvæðið mitt sem drif í tölvuna mína svo ég get einfaldlega hent litlu lesbíumyndunum þar inn, ekkert ftp-vesen eða neitt. Í kjölfarið fer ég þá líklega að fækka þeim dögum sem sjást á þessari aðalsíðu því hún er þegar þung og þegar myndir, þó litlar séu, bætast við þá verður þetta kannski Too Much.

Það er eitt sem er hægt að skoða í þessu máli, það er að nota möguleika í MT (sem ég hef yfirleitt ekki notað) til að myndir komi bara á síðunni fyrir hverja einstaka færslu en ekki á aðalsíðunni. Kannski óþarfi ef maður er bara með eina og eina mynd en gott ef maður er með fleiri myndir með einni færslu.

En ég pæli í þessu. Ef einhver veit ekki hvað Lesbían er þá er það einfaldlega lítil myndavél, myndin sem er hérna upp í vinstra horninu (ef þú ert á aðalsíðunni) er einmitt tekin á þá vél.