Póstnúmerakerfi Betu Rokk

Eygló tók sig til og las bókina hennar Betu Rokk, ekki ég (ég les svosem afar lítið af íslenskum bókum). Eitt atriði sem Eygló sagði mér frá var frá var kenning Betu um að póstnúmerakerfi landsins virkaði þannig að maður gæti séð hve svalur staður væri á þeim. 101 Reykjavík væri ofursvalur á meðan 730 Raufarhöfn (sic) væri alveg ósvalt.

Þessi kenning er náttúrulega mjög vafasöm frá hefðbundnum sjónarmiðum um hvar er svalt að búa. Þetta virkar hugsanlega innan Reykjavíkur (og ég sáttur þá sem 103 verðandi 101) en landsbyggðin er annað mál. Vestfirðir (400) verða nú svalari en til að mynda Akureyri, Vopnafjörður verður svalari Selfoss og svo framvegis.

Þessi kenning er augljóslega fallinn.

4 thoughts on “Póstnúmerakerfi Betu Rokk”

  1. Væru ekki Vestmannaeyjar ósvalasti staður landsins?
    Raunar má geta þess að á Suðurlandsundirlendinu (í póstnúmerum 800) býr mikil fjöld landsbyggðartöffara sem eru öðrum mönnum svalari.

    Í Kópavogi og Garðabæ (200-210) býr hins vegar ekki svalt fólk.

  2. Jah, samkvæmt þessu er Selfoss svona um það bil næstkaldasti staður landsins á eftir Vestmannaeyjum. Bara býsna nærri lagi.

Lokað er á athugasemdir.