Sandmaðurinn

Ég las fyrsta bindið af Sandman núna áðan á innan við tveimur tímum. Nú er ég ekki alveg með það á hreinu en ég giska að þetta sé svona ársskammtur af blöðum, tólf sögur (ég las bara í gegn, man ekki hve margar nákvæmlega). Sögurnar fjalla um fangelsun Sandman og eftirleik þess. Nú virðist sem þessi fyrsti skammtur sé almennt álitinn sá slakasti af þeim 10 (minnir að það séu 10, ef þið viljið fá atvinnumann í gagnrýni þá farið þið eitthvað annað) sem voru gefnir út Ef þetta er það slakasta þá á maður eftir að fá eitthvað frábært í næstu skömmtum því mér fannst þetta vera afbragð. Einsog ég sagði þá hef ég ekki mikla reynslu af teiknimyndasögum en þetta lofar góðu.

Eygló tók þrjár bækur (árganga? Helvíti er leiðinlegt að geta ekki verið viss um þetta) og ég mun líklega biðja hana um að taka fleiri á morgun [Eygló, taktu fleiri á morgun, og þú mátt skila þeirri fyrstu].

En nú er stefnan tekin á ríki Sandman, ekki meiri lestur í bili heldur einungis svefn og hugsanlega draumar…..