Hér til vinstri (miðað við aðalsíðuna) er dálkurinn Á Náttborðinu. Þarna stendur hvaða bækur ég er að lesa. Ég var að átta mig á stórfenglegum galla á kerfinu einsog það er, bækurnar sem ég er lengst að lesa verða þar af leiðandi lengst sýnilegar hér á síðunni. Þetta gefur ranga mynd af mér því fleiri sjá þær bækur sem ég er lengur með. Bækur sem mér finnst skemmtilegar og flýg í gegnum verða hins vegar fljótar út.
Sandman tók mig nær enga stund en fær að hanga inni því ég er ekki búinn að fá bækur til að ýta honum út (bækurnar sem ýta honum út verða að öllum líkindum fleiri Sandman bækur). Brentford Chainstore Massacre var nokkra daga inni en vakti mikla lukku hjá mér. Að vísu þarf það ekki að þýða að ég sé neitt mikið minna hrifinn af þeim bókum sem hanga lengur inni. Love, Groucho er til að mynda einfaldlega þannig bók að það er þægilegt að lesa nokkrar blaðsíður og fara síðan að sofa. Hún heldur manni ekki fast við efnið þó hún gefi manni innsýn í manninn.
Verð að pæla í þessu….