Ferðamyndir Fyrir einu og hálfu ári fórum við Eygló til Danmerkur, Svíþjóðar og Danmerkur, myndirnar eru loksins komnar á netið. Eygló gengur frá farangrinum í herberginu okkar á Hotel SagaÉg var svo ægilega nálægt því að renna á hausinn á þessu svelli. Kóngsins nýja torf í bakgrunni.Óli varðmaður (“byssan” er samsett af tveimur veggspjöldum sem ég keypti þarna)Kristjánsborg í þokuVillidýrin á Ráðhústorginu náðu mér.En ég náði að hræða þau með því að herma eftir þeim.Vegna þess að ég er hreyfður á þessari mynd þá kem ég jafn gervilega út og þeir félagar.Svona horfir maður á GömparannEygló með BatmanMarxbræðurnir og danskur náungi sem ég man ég man ekki hvað hét.Anna og Haval í Jöteborg,Útsýnið af svölunum hjá Önnu og Haval (þau eru reyndar flutt).Anna systir, ég og Eygló (ég held við þvottasnúruna svo hún sé ekki fyrir).Eygló og Óli alvarleg í návist Gústavs Adolfs (númer tvö líklega)……þó hann hafi gosdós í hendinni.Óli og guli maðurinn á Strikinu.Einn og hálfur metri sagði kallinn…… bæði erum við ægilega bjánaleg þarna við Amelíuborg.Óli ferðamaður röltir að Marmarakirkjunni (sem var fokkings krípí með minnismerkinu um þá steinssmiði sem dóu þegar hún var byggð).Óli við fótskör Kierkegaards.Óli sem hermaður…er ekki að virka einsog hefur sést á þessum myndum.Óli að veiða hafmeyju (hún er nakin og það er næg ástæða).Ég náði í hafmeyjuna hægri megin á myndinni og hafði hana heim með mér, hún er því miður ekki nakin á myndinni.Ekki vildi danska kóngafólkið opna fyrir Óla.Við fórum upp í Sívalaturn, sem ég hélt að yrði ekkert mál að fara upp og varð þar af leiðandi móður og másandi. Þetta er semsagt Kaupmannahöfn ef þið vissuð það ekki fyrir.