Frægi bloggarinn á heimilinu

Eygló ætlar að verða frægur bloggari, það gerist á næstunni. Frægasti og besti bloggari Austfjarða. Ég óska henni til hamingju með frægðina og tek fram að ég er ekkert bitur yfir því að hafa ekki verið valinn þó ég sé nú einu sinni Vopnfirðingur…að einhverju leyti, allavega með lögheimili þar. Svona eru ekkibloggararnir teknir fyrir og sparkað í þá. Ef einhver er á leiðinni að fjalla um ekkibloggara þá er ég alveg til í að vera með, mjög til, tilbúinn að borga með mér (reyndar ekki, of nískur).

Eygló fer samt örugglega á taugum þegar hún fær allt í einu fullt af heimsóknum, það væri allavega henni líkt. Mágur minn vonast síðan til að ég falli í skuggann af henni Eygló…