Reynið síðan að halda því fram að við Sóley séum ekki lík.
Hafdís, Mummi og Sóley komu í heimsókn tvisvar um helgina og ég tók myndir.
Hafdís, Mummi og Sóley í heimsókn 15. ágúst 2003
Til er fólk sem rýkur í tölvur þegar það fer í heimsóknir langt frá heimili sínu, við Mummi erum til dæmis þannig. Er þetta ekki óþarflega nálægt? Þetta var erfiður dagur, dregin um alla Reykjavík. Hafdís dáist að barnamyndum af mér en stingur barninu sínu út í horn. Sjáið hve glöð hún er að sjá uppáhaldsfrænda sinn. Sóley vill aftur til Óla frænda. Sóley hress með flotta hárgreiðslu að vanda. Síðan heldur fólk því fram að við séum ekki lík! Mummi sýnir að honum er ekki treystandi fyrir hnífum á meðan Sóley mótmælir því að hún sé að fara frá Óla frænda. Ofurfeita naggríslan er vinsæl, alltaf gaman að koma við hana.