Spangir

Særún minnist á spangir og í tilefni þess ætla ég að reyna [hér kom langt bil meðan ég hlustaði á Queen og skrifaði aðra færslu] að skrifa um það þegar ég var með spangir. Ég fékk spangir í maí 1992 ef ég man rétt og losnaði við þær í janúar 1993, átti að vera með þær í tvö ár en losnaði við þær mun fyrr einsog Hafdís systir mín.

Áður en ég fékk spangir voru tennurnar mínar skrautlegar. Framtennurnar að ofan voru glenntar í sundur, ég gat látið aðra augntönnina koma útfyrir einsog ég væri vampíra (ég sakna þess), neðrihlutinn var ekkert skárri. Langar eiginlega að fara til Teits og fá mótin sem hann gerði af tönnunum mínum áður en ég fór í tannréttingu.

Reyndar man ég mun minna eftir þessu tímabili en ég hélt, flóknar tannhreinsunaraðgerðir voru standardinn.

Ég fékk síðan góm eftir að ég losnaði að við spangirnar og er núna með fallegustu tennur í heimi.

Sem minnir mig á pirrandi þýðingar. Íslenskir þýðendur eru mjög góðir í því að þýða sífellt „retainer“ sem spangir („braces“) þegar þar er verið að tala um góm, pirrandi.