Ég var að lesa Neil Gaiman og hann bendir á The Gender Genie sem á að geta lesið úr skrifum fólks hvort það sé kven- eða karlkyns. Neil sagði að þetta hefði haft rétt fyrir sér um allt sem hann hefði látið í þetta. Ég hugsaði mig snöggt um til að finna eitthvað á ensku og mundi þá að Bjarni skrifar stundum færslur á ensku. Ég fleygði enskum texta frá Bjarna þarna inn og ég verð að tilkynna Bjarna að hann er kona föst í karlmannslíkama (eða svo skilst mér, hef aldrei séð líkama Bjarna til þess að kyngreina hann/hana).
Verð að grafa upp eitthvað sem ég hef skrifað á ensku til að prufa þetta.