Kláraði Harry Potter

Kláraði Harry Potter í nótt. Ég stend við það sem ég sagði um að konan þarf almennilegan ritstjóra, óþarfa lýsingar á því hvernig hinir þessir nemendur eru að undirbúa sig undir próf og fleira í þá áttina. Bókin var samt ágæt, nú er bara að bíða í svona 6 ár eftir næstu bók sem verður svona 1200-1300 blaðsíður.

Áhugaverðasti hluti bókarinnar var líklega hvernig það var kafað dýpra í persónuna Snape en einsog margt annað þá vantar herslumuninn til að þetta nái almennilega í gegn.