Var að skoða undarlega heimasíðu, reyndar tvær undarlegar heimasíður. Önnur síðan var fjallaði aðallega um einhvern hund og ekkert um eigandann. Þessi síða var síðan með borða sem stóð á „Stöðvum hvolpaframleiðslu“ og á þeirri síðu var fjallað um illa meðferð á hundum á einhverjum stað. Þegar ég er búinn að skoða seinni síðuna fer ég aftur á þá fyrri og kíki á hlekki, sé ég þá að það er hlekkur þar á heimasíðu staðarins sem ásakaður var um illa meðferð á hundum. Þar kom ekkert fram um þessa meintu illu meðferð. Mér fannst þetta skrýtið.