Var að erindast áðan, ók alla leið út í Kringlu (sem tekur lengri tíma en að labba þangað). Byrjaði á að bíða í lengri tíma hjá Landssímanum eftir afgreiðslu til að segja upp símanum og líka til að breyta gsm-áskriftinni minni yfir í frelsi. Síminn er skítafyrirtæki, að ímynda sér að hafa bara tvo af fjórum básum mannaða þegar búðin er að fyllast, rugl.
Næsta stopp var Hagkaup og þar keypti ég spil sem okkur Eygló hefur lengi langað í, Scrabble, fjör framundan.
Að lokum fór í Bónus til að kaupa hakk, kók og mjólk (sem hljómar einsog kókómjólk ef það er sagt hratt). Þegar var búið að skanna allar vörurnar mínar inn þá kom í ljós að pappírinn var búinn í kassanum og verslunarstjórinn hljóp yfir í Eymundsson til að redda því. Gáfulegt.