Síminn lokaði á adslið mitt í gær í staðinn fyrir að bíða til mánaðarmóta og ég kemst því ekki á netið heima, þeir gátu ekki bjargað því þó ég hafi hringt um leið og netið datt út því allir voru að fara (ekki farnir). Þetta pirraði mig, mikið.
En við fórum áðan og skoðuðum húsgögn í IKEA og Rúmfatalagernum. Í IKEA ákváðum við að kaupa skáp undir geisladiska, dvd og videospólur því þó hann sé ljótur þá er hann ægilega heppilegur.
Kannski ég reyni að tengja fartölvuna við netið svo ég geti skroppið eitthvað aðeins inn núna um helgina. Núna er ég að nýta mér frábæra þjónustu S24 á netkaffihúsinu í Kringlunni.