Information wants to be free

Hér er komið mál sem fellur beint að þeim fræðum sem ég er að stúdera. Er réttlátt að fjölskylda Halldórs Laxness stöðvi aðgang allra nema valdra aðila að skjölum Halldórs sem hafa í raun verið gefin þjóðinni? Sverrir og Palli skrifuðu grein um þetta á Múrinn þar sem þeir telja fram góð rök fyrir því að það ætti ekki að loka aðgang að þessum skjölum og Sverrir kom áðan fram í Íslandi í Dag (með myndarlegt skegg sem ég hef ekki séð áður (reynið að ruglast á tvíbbunum núna)).

Ég játa að fyrst fannst mér þetta mál bara svoltið skondið. En ég pælt í þessu og hef komist að þeirri niðurstöðu að þessi ráðstöfun fjölskyldu Laxness sé ekki góð, fyrir almenn góð rök þá er einfaldast að lesa þessa góðu grein á Múrnum. Ég hef þá einföldu skoðun að upplýsingar ættu að vera eins aðgengilegar og hægt er, það væri heimskulegt af mér að taka aðra afstöðu þó mér líki ekki skoðanir þess sem hér er útilokaður. Ég held að þetta viðhorf sé nokkuð almennt innan Bókasafns- og Upplýsingafræðinnar, svona mál standa nokkuð nærri hjarta fræðigreinarinnar og því skil ég ekki hvers vegna er ekki talað við aðila innan greinarinnar í fjölmiðlum. Kannski af því að fólk veit ekki hvað Bókasafns- og Upplýsingafræðingar gera.

Stefni að því að titla mig Upplýsingafræðing í framtíðinni, það er svalt.