Í sund að synda

Í dag fundum við hverfislaugina, Vesturbæjalaugina. Við tókum okkur til og syntum, ég synti heila 300m og hefði synt meira hefði ég ekki sprengt mig á skriðsundstilraunum. Eygló synti 200m. Meira seinna.

Í sundklefanum sá ég undarlegt tæki, undarleg uppsett tæki kannski frekar. Þetta var semsagt einsog handþurrkari en sett upp mun neðar en eðlilegt getur talist. Gamlir kallar nýta þetta tæki til að þurrka á sér fæturnar, líklega er þetta ætlað til þess. Er þetta á mörgun stöðum?
Ég reyni semsagt að halda áfram að missa þyngd.