Ég horfði á Idol í gær og það var merkilega gaman verð ég að játa, gat hlegið að ýmsu og ýmsum. Eitt verð ég að segja núna, ef þú ferð í svona keppni og syngur Bohemian Rhapsody (án undirleiks en það væri svosem lítið auðveldara með undirleik) þá er eitthvað að þér, þú gerir það ekki. Ég held hún hafi nú sleppt multitrack köflunum enda svoltið erfitt að ná 180 röddum sem hljóma samtímis. Annars held ég að það sé almennt slæm hugmynd að reyna að syngja Queenlög (einsog hefur víst komið í ljós í þessari keppni), þú keppir ekki við Freddie.