Það eru ákveðnir hlutir sem fólk er sífellt að leita að á netinu sem leiðir það hingað.
Nokkur algeng atriði:
Sigurður Kári
Þjóðhátíð 2003 myndir
Arísk Upprisa
Eric the Red (oft er Týr líka með)
Naglbítar
Ég hef tekið Sigurð Kára nokkrum sinnum fyrir og hann á það skilið. Einhvern veginn hafa orð í einhverri færslu raðast þannig að ég virðist hafa verið að tala um myndir frá Þjóðhátíð en svo er ekki. Ég tók mig til einhvern daginn og upplýsti hver stæði á bak við síðuna Arísk Upprisa og einhverjir eru greinilega að leita að upplýsingum um þá síðu. Ég fæ margskonar heimsóknir frá fólki sem er forvitið um Tý, alltaf gaman af því. Að lokum leita þónokkrir að upplýsingum um naglbíta sem ég giska að sé hljómsveitin sem ég hef einmitt talað um nokkrum sinnum.
Eygló hefur nokkrum sinnum talað um Ensími og í dag kom Franz úr þeirri hljómsveit á síðuna hennar og kommentaði á færslu sem fjallaði um þá félaga. Franz kom líka inn á mína síðu (teljarinn upplýsti það) en hefur ekki þótt ég vera nógu jákvæður í þeirra garð 😉 Þeir eru reyndar fínir.