Vefsíður eiga ekki að spila hljóðskrár!

Mér finnst fátt verra heldur en heimasíður sem spila hljóðskrár. Þetta byrjaði náttúrulega með fokkings midi skránum sem engin þolir og núna eru spiluð heilu lögin. Rétt áðan slysaðist ég inn á vefsíðu um Queenbók sem á að gefa út og skyndilega var ég að spila Killer Queen fyrir fólk sem er að læra um Upplýsingamiðlun. Það vakti mikla lukku og vissulega er alltaf gaman að hlusta á Queen en þetta var kannski ekki tíminn til þess, ekki í miðjum fyrirlestri.

Endilega gefðu fólki kost á því að spila hljóðskrár en ekki spila þær sjálfkrafa. Annars er ein bloggsíða með svona hljóðbloggi sem byrjar sjálfkrafa að spila öll hljóðbloggin í einu, það er glatað.

Annars hef ég tölvuna yfirleitt á Mute.