Í morgun heyrði ég í fullt af sírenum, slökkviliðsbílar aðallega. Mér datt fyrst í hug að flugvél hefði hrapað en það er hugsun sem sækir að manni hér í nágrenni flugvallarins.
Núna nýlega var ég í sturtu og velti fyrir mér hvað myndi gerast ef flugvél mynd lenda á húsinu meðan ég væri í sturtunni. Ég sá fyrir mér að ef ég myndi lifa það af þá myndi heitavatnsrörið springa og það myndi flæða yfir mig heitt vatn. Það væri vissulega slæmur dauðdagi. Mín von í þessu máli er að kaldavatnið myndi blandast því heita og mér myndi bara líða ágætlega þarna (nema náttúrulega ef ég myndi drukkna), önnur von er reyndar að einhver aðalæð heitavatnsins færi í sundur um leið þannig að það væri ekkert flæði til mín.
Jahérnahér hvað þú getur verið ruglaður.
Nærri því jafn slæmur og ég.