Barinn til blóðs af stelpu

Sjáið bara þarna á augabrúninniJamm, ég var barinn til blóðs af stelpu. Þegar ég kom heim áðan spurði Eygló hver hefði gert þetta, ég bað hana að giska og svarið var „Eva“ sem er vissulega alveg rétt. Eva barði mig til blóðs. Tók hana bara eitt högg reyndar. Við vorum saman í liði fórum í sama „bolta“ og um leið og ég sendi hann yfir þá lamdi Eva mig í hausinn með spaðanum.

Ég öskraði af sársauka og hrundi í gólfið og hin helvítin skoruðu á meðan. Ég tók mér svona mínútu í að ná mér og hélt síðan áfram þrátt fyrir að Eva hafi neitað að kyssa á báttið. Við sigruðum í leiknum þrátt fyrir árásina og rufum þar með sigurgöngu Heiðu.

Á myndinni sést ekki að ég er með kúlu á enninu sem er svoltið rauð, ég ætla að kalla kúluna Evu. Badminton er hörkuíþrótt.