Allur lurkum laminn…

Ég er aumur, nefið er aumt eftir badmintonspaðann, bakið og hálsinn fengu líka sinn skerf af þeim misþyrmingum. Kúlan verður lítil. Handleggurinn er aumur líka.

Allur lurkum laminn…
Ég hef svo mikla þörf fyrir að hreyfa mig þessa dagana, verð að fara í sund bráðum, fara út að ganga. Þarf samt að vera að læra á fullu næstu vikuna, leitarvélasamanburður fyrir þriðjudag, Upplýsingamiðlun fyrir Heyrnarlausa fyrir miðvikudag og Aðferðafræðipróf á laugardag. Verð að einbeita mér að einu í einu og sleppa því að hanga á netinu og horfa á sjónvarpið en þar sem ég er að gera leitarvélaverkefni verð ég að hanga á netinu, gæti kannski sleppt því að skrifa færslu á meðan. Gæti líka slökkt á sjónvarpsglugganum sem er í gangi hérna.