Eygló heldur því fram að ég sé of gamall til að vera að kasta skutlum og að háskólinn sé ekki staðurinn til þess, ég er vissulega ósammála en ég beið allavega eftir að kennarinn segði að tíminn væri búinn, Hallgrímur sagði mér líka að kasta henni þannig að það er honum að kenna. Þetta er líka mín eigin hönnun, að vísu ekki frá grunni en ég útfærði vængina.
Kostur þessarar skutlu er að maður veit aldrei hvernig hún svífur. Ef maður miðar henni á einhvern sem er tveimur metrum fyrir framan mann er eiginlega alveg jafn líklega að hún endi á eigin höfði.
Einsog ég segi þá veit maður aldrei hvar skutlan endar og þessi endaði för sína á svölunum hjá Kristjáni og Stellu eftir að ég lék mér að henni í bakgarðinum (þau þurfa ekkert að skila henni).