Óborganlega fyndin frétt

Af Mogganum
„Síðdegis á föstudag sá lögregla til manns sem var mjög æstur, öskraði að ökumanni bifreiðar sem þar var, barði á rúður hennar, sparkaði í bílhurðina og hrækti á rúðuna. Að lokum fór hann í bíl sinn, náði í appelsínu og henti henni í bílrúðu fyrrnefndu bifreiðarinnar. Þegar grennslast var fyrir um háttalag mannsins kom í ljós að reiði hans var tilkomin vegna ógætilegs akstur ökumannsins.“
Það sem mér finnst fyndnast við þessa frétt er að maðurinn fór sérstaka ferð aftur inn í bílinn sinn til að ná í appelsínu til að kasta í bílinn, hvers vegna? Hann var búinn að sparka og berja og síðan er lokahöggið appelsína. Í heimi kvikmyndanna þá enda svona atlögur með því að henda ruslatunnu, appelsína er ekki alveg jafn ógnandi.