Mér líður vel, sund í morgun, gönguferð niður í bæ seinnipartinn. Indælt, vellíðan flæðir um minn líkama, verð að halda þessu áfram.
Ég fór með Eygló í Pennann Austurstræti og keypti mér The Nightwatch eftir Terry Pratchett, það er ekki nýjasta bókin hans heldur þriðja nýjasta. Ég bíð eftir kiljuútgáfunum enda munar það svona fimmtánhundruð kalli allavega og mér finnst líka notalegra að lesa kiljur. Skiptir ekki máli, spurningin er hvort ég hef sjálfstjórn til að klára þá bók sem ég er að endurlesa (Pratchettbók um sömu persónur, Men at Arms) eða hvort ég hendi mér í þá nýju. Hver veit. Hlakka allavega til.