Bjössi er aftur farinn að blogga og þar er þessi verulega viðbjóðslega klausa:
Í morgun stökk ég svo á fætur svona klukkustund áður en ég átti að mæta, dröslaði mér fram á bað og burstaði tennurnar, skyrpti, skrúfaði frá vatninu…. Ekkert vatn. Smá panic, fór fram í eldhús, skrúfaði frá… Ekkert vatn. Og ég með munninn fullan af tannkremi, endaði á því að skola þessu út með mjólk!
Ojoj, þetta er vibbi. Get ekki ímyndað mér hve ógeðfellt þetta hefur verið.