Misheppnuð sundferð

Við Eygló fórum í sund í gær eftir að hafa skilað verkefnunum okkar. Við vorum að reyna að forðast krakkana með tímasetningunni en fengum þess í stað fullorðið fólk sem var ekkert skárra. Við Eygló vorum tvö á braut saman og þá kom allt í einu einhver gamall kall að synda í okkar braut þó að það væri bara einn í næstu braut og því miklu meira pláss fyrir hann. Ég get ekki synt almennilega þegar ég þarf að vera að forðast einhver gamalmenni og þar auki var kallinn krípí. Í hvert skipti sem hann kom upp til að anda þá datt mér í hug Jason í lokin á Friday the 13th.