Þeir sem þekkja ekki Pílu Pínu vita ekki hve stórkostlegur titill þetta er hjá mér.
Árný, Hjörvar og fjölskylda komu hér áðan í pönnukökur. Þau létu mig hafa tvær plötur og spólu til að koma á stafrænt form. Önnur platan er sú yndislega, frábæra plata Píla Pína. Ég reyndar oft minnst á Pílu Pínu áður, ég hef áður tekið hana upp af spólu sem Eygló á en það voru ekki mjög góð gæði þó það hafi glatt marga. Platan er hins vegar í frábærum gæðum, nú verður loksins hægt að hafa þetta eins perfect og mögulegt er.
Ég fór aðeins á Google að leita að Pílu Pínu og eitt það fyrsta sem ég rekst á er höfundur flestra þeirra laga sem eru á plötunni (ljóðin eru eftir Kristján frá Djúpalæk). Þessi kona heitir Heiðdís Norðfjörð og er Akureyringur, ef ég er glöggur þá er hún mamma náungans sem er yfir Borgarbíó á Akureyri. Gamangaman.
Hvar er litla Píla Pína?