Að nenna ekki að mæma

Ég er að horfa á aukaefnið á Greatest Video Hits II sem er nokkuð gott. Núna er ég að horfa á Queen gera svoltið sem þeir gerðu nær aldrei, að mæma. Freddie er svo laus við að reyna að hafa þetta sannfærandi, tilviljanakennt hvort hann hefur hljóðneman nálægt munninum eða ekki þegar hann er að syngja, reyndar sleppir hann því yfirleitt. Flestir vissu svosem sem að allir mæmuðu á þessari tónlistarhátíð og þeir sem vissu það ekki föttuðu það eftir að hafa horft á Freddie.

3 thoughts on “Að nenna ekki að mæma”

  1. Já, það er frámunalega hallærislegt að mæma, enda er ég hættur að nenna því. Ef þú skoðar tvo apperansa Heiðu og heiðingjanna í Mósaík fyrir nokkrum misserum sérðu mig einmitt taka Keith Moon apprótsið á þetta og veifa kjuðunum bara svona lauslega í settið, haldandi á þeim eins og pennum.

    Þetta mun ég gera í hvert skipti sem ég þarf að sýna af mér þess konar leiðindafalsanir. Ég er greinilega voða mikið í því í seinni tíð að afhjúpa fals og hindurvitni 🙂

  2. Var maemhatidin sem thu minnist a Montreaux-hatidin? Mig eldhordum Queen-addaandanum ramadi eitthvad i ad su vaeri maemhatid og thykist muna ad hafa verid akaflega pirradur a thessu a sinum tima.

Lokað er á athugasemdir.