Við Hallgrímur fórum í safnarabúðarölt í dag. Það var fjör. Fórum fyrst í 2001 en keyptum ekkert strax. Næst var það Sérverslun Safnarans þar sem ég keypti fjórar plötur; Human Racing með Nik Kershaw, Seven and the Ragged Tiger með Duran Duran, Liverpool með Frankie goes to Hollywood og Faith með George Michael, 80s rusl myndu einhverjir segja. Hver plata kostaði 200 kall sem er fínt.
Við ætluðum að fara í Videosafnarann næst en þá var lokað tímabundið þannig að við fórum í Diskabúð Valda þar sem ég keypti Queen með Queen á 500 kall. Árni Þorlákur var þar, ég réðst að honum og kallaði hann pönkararæfil.
Næst var það Safnarabúðin sem er með versta skipulag sem ég hef nokkurn tíman séð. En ég fann plötu þar. Platan var Radio Musicola með áðurnefndum Nik Kershaw.
Videosafnarinn var opinn og við fórum þangað en ég keypti ekkert, Hallgrímur keypti hins vegar tvær mjög slæmar kvikmyndir á dvd sem var slæmt (ég geri honum það ekki einu sinni að nefna þær).
Næst var farið í 2001 og ég keypti þar Greatest Video Hits II með Queen á dvd á 2790 krónur sem ég efast ekki um að er mun ódýrara en í Skífunni nokkurn tíman.