Jæja, ég er að hlusta á nýju plötuna með 200.000 naglbítum, Hjartagull. Ég á eftir að hlusta á hana oftar til að dæma hana alveg en hún er allavega nokkuð góð. Við förum annars á tónleika með Dr. Gunna og Naglbítunum í kvöld (fimmtudagskvöld), gaman.
Hljómplötur, ég hef gaman af þeim. Mér þykir til að mynda vænt um Queen með Queen sem ég keypti um daginn. Það er að vísu rispa yfir eitt lagið en það er ekki aðalmálið. Það er fiðrildi á miðanum á plötunni, ég vissi ekki af því enda er geisladiskaútgáfan ekki með neinni mynd á. Bakhliðin á plötuumslaginu er með fjölmörgum myndum af hljómsveitinni, þær njóta sín töluvert betur þar en í bæklingnum með geisladisknum.
Um daginn fékk ég það á hreint hvar maður getur reddað sér plasthulstrum utan um plötur, það er í Múlalundi, fer þangað við tækifæri. Að vísu er það víst fokdýrt miðað við verðið í útlöndum en ég fórna þeim peningi allavega fyrir þær plötur sem ég hef mestan áhuga á að vernda.