Þjófnaður á netinu

Ég var að senda bréf til finna.is og á meðan ég var að skrifa það skrifaði Már líka.

Svona hljóðar bréfið:
Til þess er málið varðar
Mér var bent á síðu ykkar þar sem þið safnið saman heilum bloggfærslum frá fólki. Nú veit ég fyrir víst að allavega fjórir bloggarar eru þarna án þess að hafa beðið um það eða verið spurðir um leyfi. Þetta sýnir líka gríðarlega vanþekkingu ykkar á eðli netsins. Þetta er hreinn og beinn hugverkaþjófnaður. Hvernig réttlætið þið þessa framkomu?
Ég hvet ykkur til að fjarlægja þessa síðu nú þegar og biðja þá afsökunar sem þarna var brotið á.

Óli Gneisti Sóleyjarson
www.truflun.net/oligneisti/

Ég vill þakka Matta fyrir að benda á þetta. Ég er svo hneykslaður á þessu fyrirtæki.