Stórinnkaupaferð

Í kvöld er jólagleði Katalogosar hjá okkur Eygló og í dag fórum við að versla fyrir gleðina. Áfengi var keypt fyrir hellingspening, snakk og ostur fyrir töluvert minni pening. Ég ætti að fá afslátt af félagsgjöldunum fyrir það að drekka ekki. Við keyptum í leiðinni töluvert af jólagjöfum. Bíllinn var alveg stúttfullur og ískápur er það núna.

Enduðum með að fara öll saman á American Style með nýju afsláttarkortin.