Ég var að heyra að það hefði verið dómur um tónleikana um helgina, ef einhver veit í hvaða og blaði og hvaða dag það var þá væri gaman að fá að vita af því. Týr fékk víst góða einkunn á meðan Freak Kitchen fékk falleinkunn, ég er sammála helmingnum af þeim dómi. Freak Kitchen var nefnilega drulluskemmtileg á sviði. Freak Kitchen er hins vegar ekki einsog Týr, þetta eru gríðarlega ólíkar hljómsveitir. Hef grun um að Freak Kitchen hafi ekki verið dæmd á eigin forsendum. Síðan er náttúrulega möguleiki að gagnrýnandinn hafi ekki haft húmor fyrir þeim en það er alveg nauðsynlegt.
Ég mæli alveg hiklaust með Freak Kitchen, byrja kannski á nýjustu plötunni sem heitir Move, reyndar er fyrsta platan Appetizer líka frábær, það eru töluverðar líkur á að hinar plöturnar séu líka frábærar en ég hef ekki haft tækifæri til að hlusta á þær almennilega. Kíkið annars á heimasíðu hljómsveitarinnar Freak Kitchen.
Brot úr The Humiliation Song:
I’d be happy to humiliate myself
I’d be happy to bend over just to be somebody
Be somebody Be somebody
I’d do anything for ten seconds of fame
I’d be happy to bend over just to be somebody
Be somebody Be somebody
Þetta lag er ádeila á raunveruleikasjónvarp, það var ekki fyrren á þriðju tónleikunum sem ég fattaði hve flott þetta lag er og í leiðinni skyldi ég að það er alveg stórkostlega viðeigandi að hann spilaði á gítar með víbrador í þessu lagi. Ójá.