Kvöldinu var eytt í stúdíói að horfa á upptökur á Popppunkti, það var fjör þó vissulega sé miklu tíma eytt í að bíða eftir að allt sé tilbúið. Tvisvar þurfti að byrja upp á nýtt vegna þess að loftræstingin var enn í gangi. Þættirnir sem teknir upp voru spennandi en ég segi ei meir.
Áður en upptaka hófst kom Vala Matt og spjallaði aðeins við rokkatvinnumennina, ég hafði á tilfinningunni að hún hefði viljað fá að fara í fataskáp þeirra og henda töluvert af fötunum þeirra.