Nú er vika í að Færeyingarnir spili aftur á Íslandi, það verður á NASA og með þeim spila: Kanis, Vínyll, Amos, Douglas Wilson, Bodies, Anonymous, Noise, Kung Fú & Þórey Heiðdal, Pan, Gizmo og Eivör Pálsdóttir. Vissulega er merkilegast að Eivör skuli þarna spila með löndum sínum. Þetta ætti að vera gaman.
Tónleikarnir eru haldnir í tilefni þess að vefurinn mp3.is er að opna. Það verður áhugavert hvort sá vefur verður betri en Tónlist.is, allavega virðist þeir ekki ætla að treysta á Microsoft hugbúnað sem er gott.
Annars er Örlygur Hnefill hinn yngri eitthvað í þessu sem er gaman, ég hef fylgst með þeim náunga í nokkur ár og hann virðist vera skemmtilegur. Hann lýsti líka einhvern tíman yfir aðdáun sinni á vef mínum og fær hann plús fyrir það.