Popppunktsbömmer

Áðan var annar Popppunktsþátturinn af þeim sem við horfðum á. Baksvipur okkar sást þarna nokkuð vel og í lok þáttarins sást Eygló alveg. Aðalbömmerinn var að Queen var valflokkur og enginn valdi. Þegar spurt var um Freddie í vísbendingaspurningu þá þurfti ég að nöldra í Dr. Gunna yfir vísbendingu sem var ekki lesin, ég held að hann fyrirgefi mér aldrei. En ég er smámunasamur varðandi Queen.