Ég er að bæta í Queensafnið. Það er erfitt. Ég er núna að hlusta á tónlistina úr Furia sem Brian May samdi fyrir nokkrum árum. Síðan fer ég að hlusta á fleira sem er á leiðinni.
Síðan á maður eftir að ná í kaupa tónlistina úr 46664 í stúdíóútgáfum þegar það kemur út á næsta ári. Tónleikarnir voru í gær, það vantaði heilmikið og maður verður þá bara að bíða eftir DVD útgáfunni (mars 2004 líklega). Ég vona innilega að Roger og Brian séu áfram með þá orku sem þeir hafa sýnt í kringum tónleikana og geri eitthvað saman. Amm.