Fréttir farnar eða ekki – Varðveisla gagna

Már var með einhver skot á Fréttir á blogginu sínu í dag, ég kom með smá komment á færsluna og ætlaði síðan bæta við núna áðan en það er búið að loka fyrir svör. Pirrandi.

En kommentið mitt upphaflega var um að Fréttir væru allavega ekki farnar niður hjá mér, líklega vegna þess að nafnaþjónn (eða hvað það heitir) Háskólans hefur ekki uppfært.

Ég minntist líka á að það væri ekki eins almennt að fjölmiðlar veittu aðgang að fréttum fortíðar. Það er að vísu hægt að komast yfir gömul dagblöð og einhverjir fjölmiðlar hafa efnið á netinu.

Það sem Má yfirsést í þessu samhengi er að það að dagblöðin sjálf eru ekkert í þessari varðveislu nema fyrir sig. Engu dagblað ber skylda til að halda úti gagnasafni eldra efnis fyrir hinn almenna lesanda og þar af leiðandi skil ég ekki hvernig þessi skylda ætti að falla á Ritstjórn Frétta. Ef Mogginn myndi hætta á morgun þá færi enginn og segði við eigendurnar að þeir ættu að tryggja að það væri auðvelt að nálgast allt eldra efni. Það hvílir hins vegar skilaskylda á Mogganum þannig að þeir skila af sér eintökum til Landsbókasafns og Amtbókasafns.

Skyldan er á Landsbókasafni, það á að safna útgefnu efni og ég veit að það er verið að vinna í þessum málum þar en það er augljóslega ekki auðvelt.